Innlent

Kosningaeftirlit ÖSE minna í sniðum en oft áður

Frá þingkosningunum 2007.
Frá þingkosningunum 2007. Mynd/GVA

Kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir Alþingiskosningarnar á morgun er minna í sniðum en oft áður. Kosningalöggjöfin íslenska, kjördæmaskipan og aðgangur að fjölmiðlum er það sem helst verður skoðað.

Tíu eftirlitsmenn ÖSE komu til Íslands um miðja síðustu viku. Geert Heinrich Ahrens, yfirmaður eftirlitsins, segir þetta fremur mat á kosningum en eiginlegt eftirlit. Væri um allsherjar eftirlit að ræða hér hefðu um tvö hundruð eftirlitsmenn verið sendir fyrir tveimur til fimm mánuðum. Blásið hefði verið til blaðamannafundar við upphaf eftirlitsins og daginn eftir kosningar um leið og bráðabirgðaskýrsla væri kynnt.

Svo er ekki hér enda um svipað eftirlit og hafi verið í síðustu kosningum í Frakklandi, á Ítalíu, í Bretlandi og Bandaríkjunum og verður í næstu kosningum í Þýskalandi.

Ahrens segir að niðurstaða verði ekki kynnt fyrr en í lokaskýrslu eftir nokkrar vikur. Meðal þess sem eftirlitsmenn munu vera að skoða er kosningalöggjöfin íslenska, kjördæmaskipan og aðgang frambjóðenda að fjölmiðlum. Ahrens segir að vel hafi verið tekið á móti eftirlitsmönnum víða um landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×