Innlent

Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir

Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir, samkvæmt auðlindaákvæði í frumvarpi um stjórnarskrá. Lögfræðingur segir að þetta hafi þó ekki áhrif á veðsetningu fiskveiðikvóta. Hann sé þegar í einkaeign.

Í frumvarpi til breytingar á stjórnarskránni er ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þar segir meðal annars: Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.

Davíð Þorláksson, lögfræðingur, veitti stjórnarskrárnefnd Alþingis umsögn um frumvarpið. Hann segir að þetta ákvæði þýði í raun að ekki megi veðsetja náttúruauðlindir. „Enda væri hugsanlega þar með verið að láta þær af hendi ef kröfuhafar gengju að þeim síðar meir."

Þetta taki þó ekki til fyrirliggjandi eða framtíðarveðsetninga á fiskveiðikvótanum, því hann sé háður einkaeignarrétti.

Davíð Þorláksson segir að ákvæðið taki eingöngu til þeirra auðlinda sem ekki séu þegar háðar einkaeignarrétti. „Það er hins vegar vandséð hvaða auðlindir það eiga að vera því allar helstu auðlindir sem nú eru nýttar eru háðar einkaeignarrétti."

Fram hefur komið í fréttum að veðsetning aflaheimilda hafi lent í höndum erlendra kröfuhafa. „Það er hins vegar talað um það í lögum um stjórn fiskveiða að það sé óheimilt að selja erlendum aðilum kvótann og í því ætti að felast líka að það sé óheimilt að veðsetja hann," segir Davíð Þorláksson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×