Enski boltinn

Fótboltarisar minntust Bobby Robson í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Gascoigne táraðist. Hér er hann milli Alex Ferguson og Gary Lineker.
Paul Gascoigne táraðist. Hér er hann milli Alex Ferguson og Gary Lineker. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, eru meðal margra þekktra manna sem mættu á minningarhátíð um Bobby Robson sem fram fór í dag. Bobby Robson dó úr krabbameini 31. júlí síðastliðinn en hann var 76 ára gamall.

Gestir í Durham-kirkjunni í voru fleiri en 1000 talsins. Ferguson hélt sérstaka ræðu um Bobby Robson líkt og Gary Lineker sem spilaði fyrir Robson í enska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á HM 1990.

Meðal annarra þekktra gesta voru Sven-Goran Eriksson, Terry Venables, Graham Taylor, Steve McClaren, Bobby Charlton, Paul Gascoigne, Alan Shearer og Bryan Robson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×