Enski boltinn

Stoke hefur áhuga á Cisse

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djibril Cisse.
Djibril Cisse. Nordic Photos/Getty Images

Bresk blöð greindu frá því í dag að franski framherjinn Djibril Cisse væri undir smásjá enska úrvalsdeildarliðsins Stoke City.

Cisse var á láni hjá Sunderland frá Marseille síðasta vetur en stóð sig ekki betur en svo að Sunderland hafði engan áhuga á að halda honum.

Frakkinn hefur einnig verið orðaður við Tottenham en sjálfur lýsti hann yfir áhuga á að spila fyrir félagið á dögunum.

Marseille virðist engan áhuga hafa á að nota Cisse og hefur lýst því yfir að hann megi fara frá félaginu. Eina vandamálið samt er að það er ekki beint slegist um að kaupa kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×