Enski boltinn

Jagielka má byrja að æfa á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jagielka í leik með Everton.
Jagielka í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Varnamaðurinn Phil Jagielka hefur fengið grænt ljós á að byrja að æfa af fullum krafti á ný en hann hefur verið frá undanfarið hálft ár vegna meiðsla.

Jagielka þurfti að gangast undir aðgerð á hné eftir að hafa meiðst í leik sinna manna í Everton gegn Manchester City í apríl síðastliðnum.

Búist er við því að hann muni geta spilað með Everton á ný um miðjan næstan mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×