Enski boltinn

Everton verður án Neville fram að jólum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Neville.
Phil Neville. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur staðfest að fyrirliðinn Phil Neville þurfi ekki að gangast undir hnéaðgerð eins og gert var ráð fyrir í fyrstu eftir tæklingu Dickson Etuhu í leik gegn Fulham á dögunum.

Hnémeiðslin munu þó að öllu óbreyttu halda Neville utan vallar fram að jólum en það eru talsvert betri fréttir en menn bjuggust við þar sem jafnvel var búist við því að tímabilið væri búið hjá hinum 32 ára gamla varnar -og miðjumanni.

„Þetta gæti vissulega hafa verið verra en Phil mun gangast undir nánari skoðun á hnénu þegar bólgurnar eru farnar úr því," segir sjúkraþjálfarinn Mick Rathbone í viðtali á opinberri heimasíðu Everton.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×