Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar 12. júní 2009 19:07 Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina.Tímabil dúntekju stendur nú yfir. Bændur laða æðarkolluna að sér með því að veita henni skjól gagnvart ránfuglum og ref en hirða í staðinn dúninn sem hún reitir af sér í hreiðrið. Með þessu skapa þrjú til fjögurhundruð íslensk heimili sér hlunnindatekjur sem munar um, þar á meðal á Skarði á Skarðsströnd, en þar sækja feðgarnir Kristinn Jónsson og Hilmar Jón Kristinsson dúninn mest út í eyjar.Hilmar segir að gengið hafi vel í greininni, sérstaklega góð tíð hafi verið undanfarin ár fyrir æðarfugl, dúnninn sé góður og hann sé að skila sér vel í hreiðrin. Mjög víða sé aukning.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsunin en yfir eitthundrað bændur leggja þar inn dún. Þetta telst vera lúxusvara ríka fólksins útí heimi sem vill hlýjar og léttar sængur. Verðið var orðið geysihátt, yfir eitthundrað þúsund krónur kílóið og gaf í fyrra um 300 milljónir króna í gjaldeyristekjur. En svo kom kreppan.Hilmar segir að mikið verðfall hafi orðið, þrátt fyrir hátt gengi. Mikill samdráttur hafi orðið á markaðnum og kaupendur héldu að sér höndum.En nú er tíu manna sendinefnd helstu kaupenda í Japan væntanleg og Jónas Helgason í Æðey, formaður Æðarræktarfélagsins, vonast til að menn fari ekki með kílóverðið undir hundrað þúsund kallinn.Hilmar kveðst bjartsýnn og vonast til að japönsku kaupmennirnir verði jákvæðir og bjóði góð verð. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina.Tímabil dúntekju stendur nú yfir. Bændur laða æðarkolluna að sér með því að veita henni skjól gagnvart ránfuglum og ref en hirða í staðinn dúninn sem hún reitir af sér í hreiðrið. Með þessu skapa þrjú til fjögurhundruð íslensk heimili sér hlunnindatekjur sem munar um, þar á meðal á Skarði á Skarðsströnd, en þar sækja feðgarnir Kristinn Jónsson og Hilmar Jón Kristinsson dúninn mest út í eyjar.Hilmar segir að gengið hafi vel í greininni, sérstaklega góð tíð hafi verið undanfarin ár fyrir æðarfugl, dúnninn sé góður og hann sé að skila sér vel í hreiðrin. Mjög víða sé aukning.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsunin en yfir eitthundrað bændur leggja þar inn dún. Þetta telst vera lúxusvara ríka fólksins útí heimi sem vill hlýjar og léttar sængur. Verðið var orðið geysihátt, yfir eitthundrað þúsund krónur kílóið og gaf í fyrra um 300 milljónir króna í gjaldeyristekjur. En svo kom kreppan.Hilmar segir að mikið verðfall hafi orðið, þrátt fyrir hátt gengi. Mikill samdráttur hafi orðið á markaðnum og kaupendur héldu að sér höndum.En nú er tíu manna sendinefnd helstu kaupenda í Japan væntanleg og Jónas Helgason í Æðey, formaður Æðarræktarfélagsins, vonast til að menn fari ekki með kílóverðið undir hundrað þúsund kallinn.Hilmar kveðst bjartsýnn og vonast til að japönsku kaupmennirnir verði jákvæðir og bjóði góð verð.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum