Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar 12. júní 2009 19:07 Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina.Tímabil dúntekju stendur nú yfir. Bændur laða æðarkolluna að sér með því að veita henni skjól gagnvart ránfuglum og ref en hirða í staðinn dúninn sem hún reitir af sér í hreiðrið. Með þessu skapa þrjú til fjögurhundruð íslensk heimili sér hlunnindatekjur sem munar um, þar á meðal á Skarði á Skarðsströnd, en þar sækja feðgarnir Kristinn Jónsson og Hilmar Jón Kristinsson dúninn mest út í eyjar.Hilmar segir að gengið hafi vel í greininni, sérstaklega góð tíð hafi verið undanfarin ár fyrir æðarfugl, dúnninn sé góður og hann sé að skila sér vel í hreiðrin. Mjög víða sé aukning.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsunin en yfir eitthundrað bændur leggja þar inn dún. Þetta telst vera lúxusvara ríka fólksins útí heimi sem vill hlýjar og léttar sængur. Verðið var orðið geysihátt, yfir eitthundrað þúsund krónur kílóið og gaf í fyrra um 300 milljónir króna í gjaldeyristekjur. En svo kom kreppan.Hilmar segir að mikið verðfall hafi orðið, þrátt fyrir hátt gengi. Mikill samdráttur hafi orðið á markaðnum og kaupendur héldu að sér höndum.En nú er tíu manna sendinefnd helstu kaupenda í Japan væntanleg og Jónas Helgason í Æðey, formaður Æðarræktarfélagsins, vonast til að menn fari ekki með kílóverðið undir hundrað þúsund kallinn.Hilmar kveðst bjartsýnn og vonast til að japönsku kaupmennirnir verði jákvæðir og bjóði góð verð. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina.Tímabil dúntekju stendur nú yfir. Bændur laða æðarkolluna að sér með því að veita henni skjól gagnvart ránfuglum og ref en hirða í staðinn dúninn sem hún reitir af sér í hreiðrið. Með þessu skapa þrjú til fjögurhundruð íslensk heimili sér hlunnindatekjur sem munar um, þar á meðal á Skarði á Skarðsströnd, en þar sækja feðgarnir Kristinn Jónsson og Hilmar Jón Kristinsson dúninn mest út í eyjar.Hilmar segir að gengið hafi vel í greininni, sérstaklega góð tíð hafi verið undanfarin ár fyrir æðarfugl, dúnninn sé góður og hann sé að skila sér vel í hreiðrin. Mjög víða sé aukning.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsunin en yfir eitthundrað bændur leggja þar inn dún. Þetta telst vera lúxusvara ríka fólksins útí heimi sem vill hlýjar og léttar sængur. Verðið var orðið geysihátt, yfir eitthundrað þúsund krónur kílóið og gaf í fyrra um 300 milljónir króna í gjaldeyristekjur. En svo kom kreppan.Hilmar segir að mikið verðfall hafi orðið, þrátt fyrir hátt gengi. Mikill samdráttur hafi orðið á markaðnum og kaupendur héldu að sér höndum.En nú er tíu manna sendinefnd helstu kaupenda í Japan væntanleg og Jónas Helgason í Æðey, formaður Æðarræktarfélagsins, vonast til að menn fari ekki með kílóverðið undir hundrað þúsund kallinn.Hilmar kveðst bjartsýnn og vonast til að japönsku kaupmennirnir verði jákvæðir og bjóði góð verð.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira