Enski boltinn

Loksins sigur hjá Emil og félögum í Barnsley

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Mynd/Anton

Níu leikir fóru fram í ensku b-deildinni í kvöld og þar voru nokkur Íslendingafélög í eldlínunni.

Emil Hallfreðsson var á sínum stað í byrjunarliði Barsley sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann Derby 2-3. Emil var skipt af velli á 85. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson var aldrei þessu vant á varamannbekk Coventry en kom inná á 85. mínútu í 3-2 sigri gegn Sheffield United.

Þá lék Kári Árnason allan leikinn í 0-1 tapi Plymouth gegn Watford en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Watford að þessu sinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×