Fótbolti

Ísland féll um eitt sæti á heimslistanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Mynd/Valli

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu féll í dag um eitt sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag.

Ísland hafði sætaskipti við Finna á listanum og er nú í nítjánda sæti. Aðeins ein önnur breyting var hjá efstu 20 þjóðunum en England og Noregur höfðu einnig sætaskipti. Norðmenn eru nú í tíunda sæti en England í því níunda.

Bandaríkin eru í efsta sæti listans, Brasilía í öðru og Þýskaland þriðja. Frakkland er í áttunda sæti en Ísland er með Frökkum, Þjóðverjum og Norðmönnum í riðli í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi í ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×