Enski boltinn

King fór aftur á djammið - nú á bílnum

Nordic Photos/Getty Images

Ledley King, fyrirliði Tottenham, virðist ekki ætla að láta lítið fyrir sér fara þó hann hafi verið handtekin fyrir líkamsárás fyrir aðeins tíu dögum.

King fór út á lífið með nokkrum félögum sínum í gærkvöld en í þetta skiptið hafði hann vit á því að láta áfengið vera.

Hann var sektaður um sem nemur tveggja vikna launum hjá Tottenham eftir uppákomuna um daginn og Harry Redknapp knattspyrnustjóri hefur lagt áfengisbann á leikmenn sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×