Portsmouth tilkynnti í dag að félagið hefði í dag borgað leikmönnum laun fyrir septembermánuð.
Greint var frá því í síðustu viku að félagið hefði ekki getað staðið við launagreiðslur um síðustu mánaðamót. Í gærkvöldi var hins vegar greint frá því að Sulaiman Al Fahim hafi selt 90 prósent hlut félagsins til viðskiptajöfurs frá Sádí-Arabíu.
Al Fahim keypti Portsmouth í ágúst síðastliðnum en tókst ekki að útvega það fjármagn sem þurfti til að reka félagið.
Nú er það Ali Al-Faraj sem á langstærsta hluta félagsins og hann gerði það að sínu fyrsta verki að borga leikmönnum vangoldin laun.