Enski boltinn

Leit að arftaka Van der Sar - Adler orðaður við United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rene Adler.
Rene Adler. Nordic photos/AFP

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa njósnarar á vegum Englandsmeistara Manchester united verið tíðir gestir á leikjum Bayer Leverkusen til þess að fylgjast með markverðinum Rene Adler.

Markvörðurinn Ben Foster hefur ekki þótt nýta tækifæri sitt nægilega vel í fjarveru hins 39 ára gamla Edwin Van der Sar hjá United á þessu tímabili og því gæti knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson mjög líklega verið farinn að leita á önnur mið eftir hentugum arftaka þegar Hollendingurinn aldni leggur hanskana loks á hilluna.

Ásamt Adler hafa Manuel Neuer hjá Schalke og Julio Cesar hjá Inter einnig verið sterklega orðaðir við United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×