Enski boltinn

Wenger hrifinn af Richards

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger stjóri Arsenal er staðráðinn í að krækja í varnarmanninn Micah Richards hjá Manchester City ef marka má frétt í News of the World í dag.

Wenger ku ætla að bjóða City 7 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn tvítuga en hann hefur heldur slakað á í ár eftir frábært tímabil í fyrra þar sem hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu.

Wenger hefur alla tíð verið hrifinn af Richards en hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við City fyrir ári síðan.

Fyrir nokkru síðan hefði það talist óhugsandi að Richards færi frá City fyrir svona lága upphæð, en varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið góður í vetur og nýríkir eigendur City vilja eflaust ná sér í stór nöfn til að stoppa upp í götin í vörninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×