Innlent

15 ára dreng bjargað úr sprungu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
15 ára gömlum dreng var bjargað upp úr sprungu á vestanverðum Langjökli í gærkvöldi og var hann fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Á sjöunda tímanum í gærkvöld voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarfirði og Akranesi kallaðar út vegna slyssins. Drengurinn var á ferð með hópi vélsleðamanna og féll í sprungu á Geitlandsjökli sem er vestasti hluti Langjökuls fyrir ofan Kaldadal.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, beið eftir björgunarsveitarmönnum og fór síðan í loftið korter í átta. Ferjaði þyrlan þrjá undanfara beint á Geitlandsjökul, og sótti síðan til viðbótar þrjá aðra frá hóp sem var á leiðinni með bíl og ferjaði þá einnig á slysstaðinn.

Voru undanfarar frá Björgunarsveitunum Ok og Brák í Borgarfirði fyrstir á slysstaðinn eða um áttaleytið.

Drengnum var bjargað úr sprungunni og hann fluttur um borð í TF-LÍF um klukkan níu. Þyrlan lenti við Borgarspítala rúmum tuttugu mínútum síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var drengurinn lítið sem ekkert slasaður. Hann mun hafa verið orðinn kaldur og blautur þegar björgunarsveitarmenn náðu honum upp úr sprungunni.




Tengdar fréttir

Vélsleðamaðurinn á leið til Reykjavíkur

Verið er að flytja vélsleðamann sem féll ofan í sprungu upp úr á vestanverðum Langjökli fyrr í kvöld til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu kemur fram að ekki sé hægt staðfesta hversu mikið slasaður maðurinn er.

Þyrla kölluð út vegna slyss á Langjökli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjöundatímanum í kvöld þegar tilkynnt var um slys á Langjökli. Sæunn Ósk Kjartansdóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að tildrög slyssins séu óljós en svo virðist sem að maður maður hafi fallið um sprungu í Geitlandsjökli sem er vestastihluti Langjökuls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×