Enski boltinn

Henry: Skil ekkert af hverju Adebayor fagnaði markinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. Nordic photos/AFP

„Það skiptir engu máli hvort að tilfinningarnar séu miklar í hita leiksins. Adebayor hefði ekki átt að gera það sem hann gerði og hefði í raun og veru getað aflað sér mikillar virðingar hefði hann sleppt því að fagna markinu. Flestir leikmenn velja þá leiðina þegar þeir skora á móti gömlu liðunum sínum.

Stuðningsmenn Arsenal eru frábærir og eru og munu alltaf vera eins og fjölskylda fyrir mér," segir framherjinn Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Barcelona, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum varðandi framkomu Adebayor í garð stuðningsmanna Arsenal á dögunum.

„Arsene [Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal] leggur mikið á sig og hjálpar manni að verða að betri leikmanni og ég held að Adebayor hefði átt að sýna honum og Arsenal meiri virðingu en hann gerði," segir Henry í viðtali við Sunday Mirror.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×