Enski boltinn

Chelsea menn verða gulir á Wembley í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard í gulum búningi Chelsea.
Frank Lampard í gulum búningi Chelsea. Mynd/AFP

Chelsea-liðið mun spila í gulum búningum á móti Everton í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag því Everton vann hlutkestið og fær að spila í sínum bláu aðalbúningum.

Chelsea hefur fjórum sinnum unnið enska bikarinn og hefur í öll skiptið leikið í sínum bláu aðalbúningum. Guli búningurinn er í rauninni þriðji búningur liðsins en varabúningurinn er svartur. Chelsea vann enska bikarinn 1970, 1997, 2000 og 2007.

Lið í gulum búningum hefur ekki unnið bikarúrslitaleik á Wembley í 27 ár eða síðan að Tottenham vann 1-0 sigur á Queens Park Rangers árið 1982. Liverpool vann bikarinn í gulum varabúningi árið 2001 en sá leikur fór fram á Millennium Stadium í Cardiff.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×