Innlent

Lögfræðingum fækkaði í þingliðinu

Þingmennirnir 63 sem landsmenn kusu á laugardag eiga fjölbreytta menntun að baki. Flestir þeirra, níu, lærðu lögfræði en lögfræðingum á þingi fækkaði frá síðasta kjörtímabili. Þá voru þeir þrettán.

Fimm lögfræðinganna eru í Sjálfstæðisflokknum, tveir í Framsóknarflokknum og einn í Samfylkingunni og VG.

Sjö þingmenn hafa kennaramenntun og jafn margir hagfræðimenntun.

Sex eru stjórnmálafræðingar, þrír viðskiptafræðingar og tveir líffræðingar. Þá eru nokkrir ýmist sagnfræðingar eða með próf í heimspeki. Auk þessa eru í þingliðinu hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, búfræðingur, dýralæknir, stærðfræðingur, íslenskufræðingur og bókmenntafræðingur.

Tveir skipstjórar eru á þingi, einn bóndi og fjórir rithöfundar. Mun fleiri hafa þó skrifað bækur af einhverju tagi. Nokkrir þingmenn hafa ekki lokið langskólanámi.

Löngum hefur leið manna legið úr sveitarstjórnarpólitíkinni á þing. Það á einnig við núna. Tveir sveitarstjórar náðu kjöri auk nokkurra sveitarstjórnarmanna.- bþs





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×