Enski boltinn

Benitez fær meiri pening til leikmannakaupa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, mun fá meiri pening til leikmannakaupa í kjölfar þess að Liverpool gerði nýjan styrktaraðilasamning sem tryggir félaginu 80 milljónir punda í tekjur.

Liverpool samdi við bankann Standard Chartered en Christian Purslow, framkvæmdarstjóri félagsins, staðfesti að hluti tekna félagsins verður varið í leikmannamál.

„Ágóðanum verður varið að hluta til í laun leikmanna og að hluta til í leikmannakaup," sagði Purslow. „Tekjum félagsins verður varið í að fjárfesta til framtíðar sem þýðir oft að kaupa fleiri leikmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×