Enski boltinn

Carvalho reiðubúinn að fara frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricardo Carvalho í leik með Chelsea.
Ricardo Carvalho í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Ricardo Carvalho, leikmaður Chelsea, hefur sagt að hann sé reiðubúinn að fara frá Chelsea til að fá að spila meira hjá öðru félagi.

Carvalho kom aðeins við sögu í átján leikjum með Chelsea á síðasta keppnistímabili en hann er 31 árs gamall.

„Ég átti fjögur frábær ár hjá Chelsea. En svo kom að þessu tímabili sem var það versta á mínum ferli. Ég er stend þeim félögum sem vilja fá mig til þjónustu reiðubúinn."

Carvalho kom til Chelsea frá Porto árið 2004, skömmu eftir að hann vann Meistaradeildina með félaginu. Síðan þá hefur hann fagnað sigri í ensku úrvalsdeildinni tvívegis, deildarbikarnum tvívegis og orðið enskur bikarmeistari með Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×