Enski boltinn

Barry kominn til Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry er farinn til Manchester City.
Gareth Barry er farinn til Manchester City.

Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Gareth Barry frá Aston Villa fyrir tólf milljónir punda.

Fyrr í dag hóf Barry viðræður við fulltrúa City og gekkst undir læknisskoðun sem hann hefur nú staðist, eftir því sem fram hefur komið í enskum fjölmiðlum.

Barry átti eitt ár eftir af samningi sínum við Villa og var sterklega orðaður við Liverpool fyrir síðasta keppnistímabil. Liverpool bauð nokkrum sinnum í hann en Aston Villa vildi fá átján milljónir fyrir hann. Liverpool var ekki reiðubúið að borga svo mikið.

Barry hefur verið í herbúðum Aston Villa undanfarin ellefu ár og hafði ávallt lýst því yfir að hann þrái að spila í Meistaradeild Evrópu. Það verður bið á því, í eitt ár til viðbótar að minnsta kosti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×