Enski boltinn

Deco er í viðræðum við Inter

Nordic Photos/Getty Images

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Chelsea staðfesti í samtali við enska fjölmiðla að hann hefði rætt við Inter Milan um að ganga til liðs við félagið.

Deco fór til Chelsea eftir að hafa fallið úr náðinni hjá Barcelona á Spáni, en þrátt fyrir frábæra byrjun á Englandi náði hann ekki að fylgja því eftir - ekki síðst vegna meiðsla.

"Ég get staðfest að ég hef rætt við Inter. Ég fékk ekki að spila mikið hjá Chelsea svo það væri fínt að fara til Ítalíu. Það væri áhugavert að leika undir stjórn Jose Mourinho á ný," sagði Deco í samtali við Sun.

Deco lék áður undir stjórn Mourinho hjá Porto þar sem þeir félagar urðu Evrópumeistarar saman árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×