Enski boltinn

Heskey sagður fara til Liverpool í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey í leik með enska landsliðinu.
Emile Heskey í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Emile Heskey er sagður í Daily Mail í dag hafa skrifað undir samning þess efnis að hann gangi til liðs við Liverpool þegar samningur hans við Wigan rennur út í sumar.

Heskey lék í fjögur tímabil með Liverpool en fór þaðan árið 2004. Hann hefur hins vegar þótt hafa staðið sig afar vel bæði með Wigan og enska landsliðinu að undanförnu og hafa mörg félög haft augastað á Heskey.

Þó svo að Heskey eigi aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Wigan vill félagið fá fjórar milljónir punda fyrir hann nú í janúar. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er sagður frekar vilja bíða til sumars en að borga fyrir hann nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×