Enski boltinn

Ferguson: Þetta er gömul saga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dzeko fagnar þýska titlinum með félaga sínum hjá Wolfsburg.
Dzeko fagnar þýska titlinum með félaga sínum hjá Wolfsburg.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gerir lítið úr þeim sögum að Man. Utd ætli sér að bjóða í Edin Dzeko, framherja Wolfsburg, í janúar.

Bosníumaðurinn er afar eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu með þýska liðinu og Mike Phelan, aðstoðarmaður Ferguson, sagði um helgina að United væri að skoða Dzeko.

„Þetta er gömul saga. Í hvert skipti sem einhver spilar vel gegn okkur þá er skrifað að við ætlum að kaupa hann daginn eftir. Það er ekkert sérstakt í gangi hjá Man. Utd og Edin Dzeko," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×