Töfrandi dúett með Beck 20. júní 2009 09:00 Þórunn Antonía og Beck stilla saman strengi sína á nýrri plötu tónlistarmannsins sem er reyndar endurgerð á hinni sígildu The Velvet Underground & Nico plötu. Mynd/Stefán Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira