Enski boltinn

Bannið kom Terry á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry er fyrirliði Chelsea.
John Terry er fyrirliði Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
John Terry segir að úrskurður Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, um að félagið megi ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en í janúar 2011 hafi komið sér á óvart.

Chelsea fékk bannið fyrir að lokka til sín táninginn Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

„Hver eru mín viðbrögð? Þetta var mikið áfall fyrir mig og mjög erfitt,“ sagði Terry í viðtali er hann var á æfingu með enska landsliðinu í gær.

„En ég á erfitt með að tjá mig um þetta. Ég ræddi við menn hjá félaginu í gær og aftur í morgun. Þeir segja mér að ég geti ekki talað um þetta því þeir ætla sér að áfrýja þessu.“

Áfrýjun Chelsea fer fyrir áfrýjunardómstól íþróttamála, CAS, og gæti niðurstaða legið fyrir í desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×