Enski boltinn

Nigel Reo-Coker og Martin O'Neill sagðir hafa slegist

Ómar Þorgeirsson skrifar
Reo-Coker og O'Neill þegar allt lék í lyndi.
Reo-Coker og O'Neill þegar allt lék í lyndi. Nordic photos/Getty

Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa hefur staðfest að miðjumaðurinn Nigel Reo-Coker verði ekki í leikmannahópi Aston Villa fyrir leikinn gegn Portsmouth um helgina vegna agabrots.

Breskir fjölmiðlar vilja meina að Reo-Coker og O'Neill hafi slegist á æfingu liðsins í gær en O'Neill hefur tekið fyrir það og harðneitar að til handalögmála hafi komið.

„Þetta var bara smá rifrildi sem kom upp og er ekki óalgengt á milli leikmanna á æfingum en það er verra þegar knattspyrnustjórinn lendir í þessu. Nigel æfði af þessum sökum ekki með okkur í dag og verður því ekki í leikmannahópnum gegn Portsmouth á morgun.

Frá mínum bæjardyrum séð hef ég tekið á þessu máli og eftir helgi vonast ég til þess að allt verði komið í eðlilegt stand og ég mun ekki refsa Reo-Coker frekar en ég hef þegar gert," segir í yfirlýsingu frá O'Neill.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×