Enski boltinn

Rio: Ég verð tilbúinn fyrir HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand í leik með United.
Rio Ferdinand í leik með United. Nordic Photos / Getty Images

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, er ekki í nokkrum vafa um að hann verði búinn að jafna sig á meiðslum sínum fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Ferdinand hefur lengi átt við bakmeiðsli að stríða og er nú meiddur á kálfa. Þau meiðsli eru sagð tengjast bakmeiðslum hans.

Hann sagði við enska fjölmiðla að ekki væri langt í að hann geti byrjað að spila á nýjan leik og að hann verði klár í slaginn fyrir átökin í Suður-Afríku.

„Ég verð tilbúinn fyrir HM næsta sumar. Það er enginn vafi á því," sagði Ferdinand.

Annars hefur fjöldi varnarmanna hjá United átt við meiðsli að stríða og hafa þeir Michael Carrick og Darren Fletcher þurft að spila í vörn United að undanförnu.

„Þeir hafa staðið sig frábærlega og ég er ánægður fyrir þeirra hönd. Um þetta snýst Manchester United - liðsvinnu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×