Enski boltinn

Kompany framlengir við City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kompany fagnar í leik með City.
Kompany fagnar í leik með City.

Miðjumaður Man. City, Vincent Kompany, hefur bundið enda á þær sögusagnir að hann sé á leið frá félaginu með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Þessi belgíski landsliðsmaður hefur undanfarið verið orðaður við Barcelona en það verður augljóslega ekkert af því núna að hann flytji til Katalóníu.

Gamli samningurinn hans átti að renna út árið 2012 en nú er ljóst að hann fer ekkert fyrr en 2014.

Þessi 23 ára strákur hefur leikið 46 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá HSV á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×