Enski boltinn

Wenger: Leikaraskapur verður áfram til vandræða

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene  Wenger.
Arsene Wenger. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal er sannfærður um að leikmenn muni halda áfram að reyna að blekkja dómara með leikaraskap þrátt fyrir að aganefnd knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hafi upphaflega dæmt Eduardo Da Silva, framherja Arsenal, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap.

Arsenal áfrýjaði og fékk banninu hnekkt en Frakkinn telur ekki að leikmenn muni hugsa sig tvisvar um þó svo að upphaflega hafi átt að refsa Eduardo.

„Ef aganefnd UEFA hefði dæmt Eduardo í fjögurra leikja bann eftir áfrýjunina þá hefðum við bara tekið því þar sem við vissum að við værum að taka áhættu með áfrýjuninni.

Í tilfelli Eduardo þá var einfaldlega ekki nógu skýrt að um leikaraskap hefði verið að ræða en það verða náttúrulega allir að taka höndum saman til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka hegðun. Leikaraskapur verður samt líklega áfram til vandræða," segir Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×