Innlent

Laug til um hnífaárás á Selfossi

Mynd/Stefán Karlsson
Karlmaður á tvítugsaldri laug að lögreglu þegar hann sagði tvo menn hafa ráðist á sig fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í fyrrinótt og veitt sér áverka í andliti. Þetta gerði hann til að forðast frekari vandræði eftir að vasahnífur slæddist í andlit hans í unglingasamkvæmi í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu umrædda nótt.

Lögreglan á Selfossi lýsti í gær eftir vitnum að hinni meintu árás en áttaði sig fljótlega á að maðurinn var ekki að segja rétt frá. Í framhaldinu kom í ljós að maðurinn hafi verið að fíflast með vinum sínum í sumarbústaðnum með þeim afleiðingum að vasahnífurinn slæddist í andlitið á honum, en sauma þurfti 13 spor vegna þessa. Niðurstaða lögreglu er að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Lögreglan telur að maðurinn hafi viljað koma í veg fyrir að athygli beindist að samkomu ungmennanna og því ákveðið að skálda upp sögu um að ráðist hafi verið á sig. Málið er litið alvarlegum augum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×