Enski boltinn

Middlesbrough-álögin á Everton-liðinu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini skorar gegn Middlesbrough.
Marouane Fellaini skorar gegn Middlesbrough. Mynd/AFP

Everton-menn munu reyna að brjóta hefð síðustu fjögurra ára þegar þeir mæta Chelsea í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag. Það hefur nefnilega ekki reynst liðum vel í bikarúrslitaleiknum að hafa slegið Middlesbrough út úr bikarnum.

Undanfarin fjögur tímabil hefur bikarúrslitaleiksliðið sem hefur slegið út Middlesbrough á leið sinni í úrslitaleikinn þurft að sætta sig við silfrið. Everton sló Middlesbrough út úr átta liða úrslitunum í keppninni í ár.

Middlesbrough-álögin undanfarin fjögur tímabil:

2007-08

Cardiff vann 2-0 sigur á Middlesbrough í 8 liða úrslitunum en tapaði 0-1 fyrir Portsmouth í bikarúrslitaleiknum.

2006-07

Manchester United vann 1-0 sigur á Middlesbrough í endurteknum leik í 8 liða úrslitunum en tapaði 0-1 fyrir Chelsea í bikarúrslitaleiknum.

2005-06

West Ham vann 1-0 sigur á Middlesbrough í undanúrslitunum en tapaði í vítakeppni á móti Liverpool í bikarúrslitaleiknum.

2004-05

Manchester United vann 3-0 sigur á Middlesbrough í 4. umferð en tapaði í vítakeppni á móti Arsenal í bikarúrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×