Innlent

VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vinstri grænir eru ekki par hrifnir af því að sjálfstæðismenn noti hann í sínum auglýsingum. Mynd/ Anton.
Vinstri grænir eru ekki par hrifnir af því að sjálfstæðismenn noti hann í sínum auglýsingum. Mynd/ Anton.
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna.

Samkvæmt upplýsingum frá Finni Dellsén, kosningastjóra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, snýst málið um auglýsingu Sjálfstæðisflokksins þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni án hans vitneskju. Finnur segir að auglýsingunni hafi svo verið dreift í héraðsblöðum, meðal annars í Feyki á Sauðárkróki. Slíkt er bannað samkvæmt 8. grein siðaregla SÍA. Þar segir að ekki skuli sýna eða minnast á einstaklinga, hvort sem þeir starfa á eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin heimild sé fyrir hendi.



Auglýsingin umdeilda.
Fannar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segist ekki hafa heyrt af kærunni. Hann segist telja að sú kosningabarátta sem háð sé núna sé ósköp venjuleg. Vinstri grænir séu ekki óvanir því að vera óvægnir í sinni kosningabaráttu. Ekki náðist í Jóhannes Gunnarsson, formann siðanefndar SÍA.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×