Enski boltinn

Wright-Phillips verður ekki með Englendingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City.
Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City. Mynd/AFP

Shaun Wright-Phillips er einn leikmaðurinn til viðbótar sem missir af næstu landsleikjum Englendinga í undankeppni HM. Wright-Phillips er búinn að vera frá í síðustu sex vikur vegna meiðsla á hné og þau meiðsli tóku sig upp þegar hann byrjaði að æfa aftur í vikunni.

Wright-Phillips bætist í hóp þeirra David James og Stewart Downing sem hafa einnig forfallast fyrir þessa leiki á móti Kasakhstan og Andorra. Wright-Phillips var í enska liðinu sem vann Úkraínu í apríl.

Wright-Phillips var að vonast til þess að geta spilað með Manchester City í lokaleik tímabilsins sem er á móti Bolton á heimavelli.

Fabio Capello mun tilkynna hópinn sinn á sunnudagskvöldið eða eftir að lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar er búinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×