Allt um leiki dagsins: United á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2009 16:45 Dimitar Berbatov og félagar fagna sigurmarki hans í dag. Nordic Photos / Getty Images Dimitar Berbatov var enn og aftur hetja Manchester United í dag er hann skoraði eina mark leiks liðsins gegn Bolton í blálok leiksins og skaut þar með sína menn á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Sex leikir hófust klukkan 15.00 í deildinni í dag en hinum toppliðunum, Chelsea og Aston Villa, tókst einnig að vinna sína leiki. Chelsea skoraði tvívegis undir lok leiksins gegn Stoke eftir að hafa lent undir og Aston Villa vann 2-1 sigur á Sunderland á útivelli þó svo að Ashley Young hafi fengið að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-1. Blackburn átti góðan dag og vann 3-0 sigur á Newcastle, sem og botnlið West Brom sem vann 3-0 sigur á Middlesbrough. Með þessu komst West Brom upp úr botnsæti deildarinnar á kostnað Tottenham sem á leik gegn Portsmouth á morgun. Manchester City var einnig stálheppið með að sleppa með 1-0 sigur gegn Wigan og er nú í ellefta sæti deildarinnar. Cristiano Ronaldo og Grétar Rafn Steinsson í baráttunni í dag.Nordic Photos / Getty Images Bolton - Manchester United 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (90.) Gary Cahill er búinn að jafna sig á meiðslunum sínum og var í byrjunarliði Bolton í dag, sem og Ariza Makakula sem kom að láni í vikunni frá Benfica. Hjá United voru þeir Jonny Evans og Carlos Tevez í byrjunarliðinu en þeir voru tæpir vegna meiðsla. Anderson kom inn fyrir Anderson sem og Darren Fletcher fyrir Nani. Grétar Rafn Steinsson var sem fyrr í byrjunarliði Bolton og lék allan leikinn. Bolton fékk sín færi í fyrri hálfleik en Cristiano Ronaldo fékk það besta hjá United. Hann átti skalla að marki sem Jussi Jaaskelainen varði vel í marki Bolton. Jaaskeleinen varði svo aftur skömmu síðar eftir aukaspyrnu Ronaldo. Jaaskaleinen var áfram vel á verði í marki Bolton í síðari hálfleik og náði aftur að verja frá Cristiano Ronaldo sem skaut á markið úr aukaspyrnu. Allt útlit var fyrir að United þyrfti að sætta sig við jafntefli þegar að Dimitar Berbatov kom liðinu yfir þegar minna en mínúta var eftir venjulegum leiktíma. Varamaðurinn Carlos Tevez sendi boltann á Berbatov sem var einn á auðum sjó fyrir framan markið og skallaði yfir Jaaskeleinen í markinu. James Milner fagnar marki sínu með Ashley Young sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Sunderland - Aston Villa 1-2 1-0 Danny Collins (11.) 1-1 James Milner (60.) 1-2 Gareth Barry (80.) Teemu Tainio kom inn í byrjunarlið Sunderland í fjarveru Steed Malbranque sem var í banni. Hjá Aston Villa var Carlos Cuellar í byrjunarliðnu í stða Martin Laursen. Sunderland hefur staðið sig betur eftir að Ricky Sbragia tók við liðinu af Roy Keane og Danny Collins kom Sunderland yfir snemma í leiknum. Carlos Edwards átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu og Collins skoraði með góðu skallamarki. Í upphafi síðari hálfleiks náði svo James Milner að jafna metin fyrir Aston Villa eftir góða fyrirgjöf frá Ashley Young. Young var síðan vikið af velli fyrir ljóta tæklingu á Dean Whitehead. En það virtist ekki koma að sök því skömmu síðar fékk Aston Villa víti eftir að Paul McShane braut á Gabriel Agbonlahor. Gareth Barry skoraði úr vítinu og tryggði Villa sigurinn í leiknum. Tony Mowbray stýrði sínum mönnum í West Brom úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Nordic Photos / Getty Images West Brom - Middlesbrough 3-0 1-0 Chris Brunt (4.) 2-0 Robert Koren (54.) 3-0 Robert Koren (67.) Marc-Antoine Fortune, nýi maðurinn hjá West Brom, fór beint inn í byrjunarliðið í stað Roman Bednar sem var í banni. Þeir Ryan Donk og Chris Brunt komu einnig inn í byrjunarliðið. Middlesbrough gerði einnig þrjár breytingar á sínu byrjunarliði frá síðasta leik. West Brom var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum en Chris Brunt skoraði fyrsta mark leiksins á upphafsmínútunum með skalla. Hann var reyndar rangstæður en markið fékk að standa. Stuttu síðar átti Afonso Alves skot í slána fyrir Middlesbrough sem hefur ekki unnið leik í síðustu níu leikjum liðsins. Jay Simpson átti skot hárfínt framhjá marki Boro í upphafi síðari hálfleiks en tókst ekki að tvöfalda forystu sinna manna. Það gerði hins vegar Rob Koren stuttu síðar eftir góðan samleik við Fortune. Skot hans breytti um stefnu á Fortune og inn í markið. Ekki batnaði ástandið hjá Boro þegar að Didier Digard fékk að líta rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu á Valero. Koren gerði svo út um leikinn þegar hann skoraði með yfirveguðu skoti eftir fyrirgjöf Chris Brunt. Nicky Butt í baráttunni við Tugay en Butt fékk rautt í dag.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Newcastle 3-0 1-0 Benni McCarthy, víti (61.) 2-0 Jason Roberts (66.) 3-0 Jason Roberts (86.) Roque Santa Cruz var á bekknum hjá Blackburn í dag en hann er nýbúinn að jafna sig á meiðslum, rétt eins og þeir David Dunn og Vince Grella. Hjá Newcastle var Andy Carroll í byrjunarliðinu og spilaði hann í fremstu víglínu ásamt Michael Owen. Newcastle byrjaði betur í leiknum en Carroll átti skalla að marki sem Keith Andrews bjargaði á línu. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari átti Benni McCarthy skot að marki úr aukaspyrnu en Shay Given var vel á varði og varði í stöng. En það var ljóst að Blackburn var búið að taka öll völd í leiknum því stuttu síðar skoraði McCarthy úr vítaspyrnu sem var dæmd á David Edgar fyrir að brjóta á sjálfum McCarthy. Dómurinn var reyndar frekar strangur. Stuttu síðar komst svo Blackburn tveimur mörkum yfir eftir að boltinn barst á Jason Roberts sem skoraði með fínu skoti. Ekki batnaði það svo fyrir gestina þegar að Nicky Butt fékk að líta rauða spjaldið fyrir sitt annað gula spjald í leiknum, í þetta sinn fyrir brot á David Dunn. Roberts skoraði svo þriðja mark Blackburn áður en yfir lauk, í þetta sinn eftir fyrirgjöf Morten Gamst Pedersen. Dagurinn versnaði enn hjá Newcastle er ganga þurfti á milli Joey Barton og Jonas Gutierrez, leikmanna liðsins, sem voru að rífast um þriðja mark Blackburn. Daniel Sturridge og Wilson Palacios í baráttunni í dag.Nordic Photos / Getty Images Manchester City - Wigan 1-01-0 Pablo Javier Zabaleta (52.) Robinho var í byrjunarliði City á ný eftir að hann missti af bikarleiknum gegn Nottingham Forest vegna meiðsla. Wayne Bridge var einnig í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan hann kom frá Chelsea. Steve Bruce gerði enga breytingu á liði Wigan sem tapaði fyrir Manchester United í vikunni sem þýddi að Wilson Palacios var á sínum stað en hann hefur sterklega verið orðaður við Tottenham. Robinho komst nálægt því að skora á upphafsmínútunum eftir að Elano gaf stungusendingu í gegnum vörn Wigan en Robinho hitti boltann illa. Stuttu síðar komst Robinho aftur í gegn og í þetta sinn lyfti hann boltanum yfir markvörðinn en Titus Bramble náði að bjarga á línu. Daniel Sturridge áttu síðan fékk síðan fínt skallafæri en skallaði yfir markið. City náði þó svo að komast yfir í upphafi síðari hálfleiks er Pablo Zabaleta fylgdi eftir skoti Robinho sem Paul Scharner reyndi að skalla í burtu. En aðeins fáeinum mínútum síðar varð City fyrir áfalli er Richard Dunne var rekinn af velli fyrir að sparka í Amr Zaki, framherja Wigan, er hann lá í grasinu eftir að þeir fóru báðir upp í skallabolta. Wigan færði sér liðsmuninn í nyt og var nálægt því að jafna er Ryan Taylor skallaði að marki en Elano náði að bjarga á línu. Zaki fékk svo eitt besta færi ársins er hann stóð fyrir opnu marki en tókst samt að skalla yfir. Wigan virtist ekki ætla að takast að jafna leikinn og reyndist það niðurstaðan - City vann dýrmætan 1-0 sigur. Frank Lampard tryggði sínum mönnum þrjú dýrmæt stig í dag.Nordic Photos / Getty Images Chelsea - Stoke 2-1 0-1 Rory Delap (60.) 1-1 Juliano Belletti (88.) 2-1 Frank Lampard (90.) Rétt eins og í síðasta leik var Didier Drogba ekki í leikmannahópi Chelsea í dag. Þá komu Ricardo Carvalho og Florent Malouda inn fyrir þá Alex og Joe Cole. Stoke gerði eina breytingu á sínu liði þar sem James Beattie kom inn í liðið í stað Dave Kitson. Salomon Kalou fékk eitt besta færi Chelsea í fyrri hálfleik. Hann fékk gott skotfæri eftir aukaspyrnu Frank Lampard en skaut yfir markið. Skömmu síðar varði Thomas Sörensen vel frá Nicolas Anelka í marki Stoke og svo aftur frá Ashley Cole áður en flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk Michael Ballack gott færi til að koma Chelsea yfir en skalli hans fór framhjá marki Stoke eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Chelsea hefði betur nýtt eitthvað af þeim færum sem liðið hafði fengið því stuttu síðar komst Stoke yfir með marki Rory Delap með nánast fyrstu alvöru marktilraun gestanna í leiknum. Delap skoraði eftir góðan undirbúning James Beattie. Frank Lampard fékk svo enn eina færið hjá Chelsea en skot hans fór rétt svo framhjá marki Stoke. En loksins brotnaði ísinn hjá Chelsea sem náði ótrúlega nokk að skora tvívegis áður en leiknum lauk. Fyrst Juliano Belletti með skalla eftir fyrirgjöf Franco di Santo og svo Frank Lampard með skoti sem breytti um stefnu á varnarmanni Stoke. Ótrúlegt en satt - Chelsea náði í öll þrjú stigin í dag. Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Dimitar Berbatov var enn og aftur hetja Manchester United í dag er hann skoraði eina mark leiks liðsins gegn Bolton í blálok leiksins og skaut þar með sína menn á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Sex leikir hófust klukkan 15.00 í deildinni í dag en hinum toppliðunum, Chelsea og Aston Villa, tókst einnig að vinna sína leiki. Chelsea skoraði tvívegis undir lok leiksins gegn Stoke eftir að hafa lent undir og Aston Villa vann 2-1 sigur á Sunderland á útivelli þó svo að Ashley Young hafi fengið að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-1. Blackburn átti góðan dag og vann 3-0 sigur á Newcastle, sem og botnlið West Brom sem vann 3-0 sigur á Middlesbrough. Með þessu komst West Brom upp úr botnsæti deildarinnar á kostnað Tottenham sem á leik gegn Portsmouth á morgun. Manchester City var einnig stálheppið með að sleppa með 1-0 sigur gegn Wigan og er nú í ellefta sæti deildarinnar. Cristiano Ronaldo og Grétar Rafn Steinsson í baráttunni í dag.Nordic Photos / Getty Images Bolton - Manchester United 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (90.) Gary Cahill er búinn að jafna sig á meiðslunum sínum og var í byrjunarliði Bolton í dag, sem og Ariza Makakula sem kom að láni í vikunni frá Benfica. Hjá United voru þeir Jonny Evans og Carlos Tevez í byrjunarliðinu en þeir voru tæpir vegna meiðsla. Anderson kom inn fyrir Anderson sem og Darren Fletcher fyrir Nani. Grétar Rafn Steinsson var sem fyrr í byrjunarliði Bolton og lék allan leikinn. Bolton fékk sín færi í fyrri hálfleik en Cristiano Ronaldo fékk það besta hjá United. Hann átti skalla að marki sem Jussi Jaaskelainen varði vel í marki Bolton. Jaaskeleinen varði svo aftur skömmu síðar eftir aukaspyrnu Ronaldo. Jaaskaleinen var áfram vel á verði í marki Bolton í síðari hálfleik og náði aftur að verja frá Cristiano Ronaldo sem skaut á markið úr aukaspyrnu. Allt útlit var fyrir að United þyrfti að sætta sig við jafntefli þegar að Dimitar Berbatov kom liðinu yfir þegar minna en mínúta var eftir venjulegum leiktíma. Varamaðurinn Carlos Tevez sendi boltann á Berbatov sem var einn á auðum sjó fyrir framan markið og skallaði yfir Jaaskeleinen í markinu. James Milner fagnar marki sínu með Ashley Young sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Sunderland - Aston Villa 1-2 1-0 Danny Collins (11.) 1-1 James Milner (60.) 1-2 Gareth Barry (80.) Teemu Tainio kom inn í byrjunarlið Sunderland í fjarveru Steed Malbranque sem var í banni. Hjá Aston Villa var Carlos Cuellar í byrjunarliðnu í stða Martin Laursen. Sunderland hefur staðið sig betur eftir að Ricky Sbragia tók við liðinu af Roy Keane og Danny Collins kom Sunderland yfir snemma í leiknum. Carlos Edwards átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu og Collins skoraði með góðu skallamarki. Í upphafi síðari hálfleiks náði svo James Milner að jafna metin fyrir Aston Villa eftir góða fyrirgjöf frá Ashley Young. Young var síðan vikið af velli fyrir ljóta tæklingu á Dean Whitehead. En það virtist ekki koma að sök því skömmu síðar fékk Aston Villa víti eftir að Paul McShane braut á Gabriel Agbonlahor. Gareth Barry skoraði úr vítinu og tryggði Villa sigurinn í leiknum. Tony Mowbray stýrði sínum mönnum í West Brom úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Nordic Photos / Getty Images West Brom - Middlesbrough 3-0 1-0 Chris Brunt (4.) 2-0 Robert Koren (54.) 3-0 Robert Koren (67.) Marc-Antoine Fortune, nýi maðurinn hjá West Brom, fór beint inn í byrjunarliðið í stað Roman Bednar sem var í banni. Þeir Ryan Donk og Chris Brunt komu einnig inn í byrjunarliðið. Middlesbrough gerði einnig þrjár breytingar á sínu byrjunarliði frá síðasta leik. West Brom var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum en Chris Brunt skoraði fyrsta mark leiksins á upphafsmínútunum með skalla. Hann var reyndar rangstæður en markið fékk að standa. Stuttu síðar átti Afonso Alves skot í slána fyrir Middlesbrough sem hefur ekki unnið leik í síðustu níu leikjum liðsins. Jay Simpson átti skot hárfínt framhjá marki Boro í upphafi síðari hálfleiks en tókst ekki að tvöfalda forystu sinna manna. Það gerði hins vegar Rob Koren stuttu síðar eftir góðan samleik við Fortune. Skot hans breytti um stefnu á Fortune og inn í markið. Ekki batnaði ástandið hjá Boro þegar að Didier Digard fékk að líta rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu á Valero. Koren gerði svo út um leikinn þegar hann skoraði með yfirveguðu skoti eftir fyrirgjöf Chris Brunt. Nicky Butt í baráttunni við Tugay en Butt fékk rautt í dag.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Newcastle 3-0 1-0 Benni McCarthy, víti (61.) 2-0 Jason Roberts (66.) 3-0 Jason Roberts (86.) Roque Santa Cruz var á bekknum hjá Blackburn í dag en hann er nýbúinn að jafna sig á meiðslum, rétt eins og þeir David Dunn og Vince Grella. Hjá Newcastle var Andy Carroll í byrjunarliðinu og spilaði hann í fremstu víglínu ásamt Michael Owen. Newcastle byrjaði betur í leiknum en Carroll átti skalla að marki sem Keith Andrews bjargaði á línu. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari átti Benni McCarthy skot að marki úr aukaspyrnu en Shay Given var vel á varði og varði í stöng. En það var ljóst að Blackburn var búið að taka öll völd í leiknum því stuttu síðar skoraði McCarthy úr vítaspyrnu sem var dæmd á David Edgar fyrir að brjóta á sjálfum McCarthy. Dómurinn var reyndar frekar strangur. Stuttu síðar komst svo Blackburn tveimur mörkum yfir eftir að boltinn barst á Jason Roberts sem skoraði með fínu skoti. Ekki batnaði það svo fyrir gestina þegar að Nicky Butt fékk að líta rauða spjaldið fyrir sitt annað gula spjald í leiknum, í þetta sinn fyrir brot á David Dunn. Roberts skoraði svo þriðja mark Blackburn áður en yfir lauk, í þetta sinn eftir fyrirgjöf Morten Gamst Pedersen. Dagurinn versnaði enn hjá Newcastle er ganga þurfti á milli Joey Barton og Jonas Gutierrez, leikmanna liðsins, sem voru að rífast um þriðja mark Blackburn. Daniel Sturridge og Wilson Palacios í baráttunni í dag.Nordic Photos / Getty Images Manchester City - Wigan 1-01-0 Pablo Javier Zabaleta (52.) Robinho var í byrjunarliði City á ný eftir að hann missti af bikarleiknum gegn Nottingham Forest vegna meiðsla. Wayne Bridge var einnig í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan hann kom frá Chelsea. Steve Bruce gerði enga breytingu á liði Wigan sem tapaði fyrir Manchester United í vikunni sem þýddi að Wilson Palacios var á sínum stað en hann hefur sterklega verið orðaður við Tottenham. Robinho komst nálægt því að skora á upphafsmínútunum eftir að Elano gaf stungusendingu í gegnum vörn Wigan en Robinho hitti boltann illa. Stuttu síðar komst Robinho aftur í gegn og í þetta sinn lyfti hann boltanum yfir markvörðinn en Titus Bramble náði að bjarga á línu. Daniel Sturridge áttu síðan fékk síðan fínt skallafæri en skallaði yfir markið. City náði þó svo að komast yfir í upphafi síðari hálfleiks er Pablo Zabaleta fylgdi eftir skoti Robinho sem Paul Scharner reyndi að skalla í burtu. En aðeins fáeinum mínútum síðar varð City fyrir áfalli er Richard Dunne var rekinn af velli fyrir að sparka í Amr Zaki, framherja Wigan, er hann lá í grasinu eftir að þeir fóru báðir upp í skallabolta. Wigan færði sér liðsmuninn í nyt og var nálægt því að jafna er Ryan Taylor skallaði að marki en Elano náði að bjarga á línu. Zaki fékk svo eitt besta færi ársins er hann stóð fyrir opnu marki en tókst samt að skalla yfir. Wigan virtist ekki ætla að takast að jafna leikinn og reyndist það niðurstaðan - City vann dýrmætan 1-0 sigur. Frank Lampard tryggði sínum mönnum þrjú dýrmæt stig í dag.Nordic Photos / Getty Images Chelsea - Stoke 2-1 0-1 Rory Delap (60.) 1-1 Juliano Belletti (88.) 2-1 Frank Lampard (90.) Rétt eins og í síðasta leik var Didier Drogba ekki í leikmannahópi Chelsea í dag. Þá komu Ricardo Carvalho og Florent Malouda inn fyrir þá Alex og Joe Cole. Stoke gerði eina breytingu á sínu liði þar sem James Beattie kom inn í liðið í stað Dave Kitson. Salomon Kalou fékk eitt besta færi Chelsea í fyrri hálfleik. Hann fékk gott skotfæri eftir aukaspyrnu Frank Lampard en skaut yfir markið. Skömmu síðar varði Thomas Sörensen vel frá Nicolas Anelka í marki Stoke og svo aftur frá Ashley Cole áður en flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk Michael Ballack gott færi til að koma Chelsea yfir en skalli hans fór framhjá marki Stoke eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Chelsea hefði betur nýtt eitthvað af þeim færum sem liðið hafði fengið því stuttu síðar komst Stoke yfir með marki Rory Delap með nánast fyrstu alvöru marktilraun gestanna í leiknum. Delap skoraði eftir góðan undirbúning James Beattie. Frank Lampard fékk svo enn eina færið hjá Chelsea en skot hans fór rétt svo framhjá marki Stoke. En loksins brotnaði ísinn hjá Chelsea sem náði ótrúlega nokk að skora tvívegis áður en leiknum lauk. Fyrst Juliano Belletti með skalla eftir fyrirgjöf Franco di Santo og svo Frank Lampard með skoti sem breytti um stefnu á varnarmanni Stoke. Ótrúlegt en satt - Chelsea náði í öll þrjú stigin í dag.
Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira