Enski boltinn

Faðir Bendtner: Hann var mjög heppinn að sleppa svona vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal í Meistaradeildinni.
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal í Meistaradeildinni. Mynd/AFP

Faðir danska landsliðsmannsins Nicklas Bendtner segir son sinn hafa verið mjög heppinn að sleppa svona vel út úr bílslysi sem hann lenti i á sunnudaginn. Bendtner klessukeyrði þá Aston Martin bílinn sinn þegar hann var á hraðferð á æfingu hjá Arsenal-liðinu.

Bendtner var líklega á bilinu 160 til 260 kílómetrahraða þegar hann missti stjórn á bílnum og keyrði útaf.

Bendtner gat ekki æft almennilega í gær vegna meiðsla sinna og verður ekki með á móti Olympiakos í Meistaradeildinni í kvöld. Hann fékk meðal annars skurð á hnéð og fann til í annarri öxlinni eftir slysið.

„Nicklas hefur verið að æfa einn og sér eftir slysið til þess að passa upp á sig. Hann er mjög stuðaður og hefur einhverja áverka. Hann veit að hann var mjög heppinn," sagði Thomas Bendtner við Sporten.dk.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonast eftir því að Nicklas Bendtner geti verið með á móti Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×