Enski boltinn: Milljónalið City byrjaði á sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2009 16:37 Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu með City í dag. Nordic Photos / Getty Images Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira
Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira