Enski boltinn: Milljónalið City byrjaði á sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2009 16:37 Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu með City í dag. Nordic Photos / Getty Images Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira