Íslenskt Væpát í Argentínu Jakob Bjarnar skrifar 15. ágúst 2009 15:00 Væpát þátturinn vinsæli. „Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Wipeout" - sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja svo vel - um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkrum umferðum og detta keppendur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrautabraut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðsmynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hugmyndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul," segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gistingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttakenda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmtibransanum, íþróttamanna og kynlegra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þættina úti í Argentínu og flytja mannskapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loftbrú milli Keflavíkur og Buenos Aires," segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undanförnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Wipeout" - sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja svo vel - um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkrum umferðum og detta keppendur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrautabraut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðsmynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hugmyndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul," segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gistingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttakenda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmtibransanum, íþróttamanna og kynlegra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þættina úti í Argentínu og flytja mannskapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loftbrú milli Keflavíkur og Buenos Aires," segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undanförnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira