Enski boltinn

Neville frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Neville.
Gary Neville. Nordic Photos / Getty Images

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, á von á því að hann verði frá vegna meiðsla næstu þrjár vikurnar.

Neville var lengi frá vegna meiðsla á síðasta tímabili en hefur þótt standa sig vel í haust þegar hann hefur fengið að spila. Hann er nú meiddur á nára.

„Ég von á því að ég verði frá í tvær eða þrjár vikur. En ég vona að ég geti tekið þátt í jólatörninni," sagði Neville.

Sem stendur eru fjölmargir varnarmenn meiddir hjá United og segir Neville að hann hafi aldrei kynnst öðru eins.

„Við erum með mjög stóran leikmannahóp, þar á meðal átta varnarmenn. Þar með ættum við að vera nokkuð öruggir ef einhver meiðist. En að sjö varnarmenn skyldu meiðast á sama tíma er ótrúleg óheppni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×