Enski boltinn

Leið eins og sér væri kennt um tapið gegn Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar

Carlos Tevez telur að stuðningsmenn Manchester United muni ekki líta á sig sem svikara ef hann gengur til liðs við erkifjendurnar í City.

„Þeir verða að hugsa út í það að mér var kastað úr félaginu eftir því sem ég best veit. Ég verð að íhuga bestu tilboðin sem mér bjóðast," sagði Tevez.

„Fyrsta árið mitt á Old Trafford var gott að öllu leyti. Ég spilaði stórt hlutverk og stjórinn sýndi mér virðingu. Á öðru árinu gerðust síðan furðulegir hlutir sem ég skil ekki. Eftir að við töpuðum 4-1 fyrir Liverpool í mars þá lét Ferguson eins og ég væri ekki til. Það var eins og hann væri að kenna mér um tapið þegar staðreyndin var að Liverpool yfirspilaði okkur allstaðar á vellinum."

„Ég lagði mig allan fram fyrir Manchester United og stuðningsmennirnir vita það. Ég á ekki skilið að vera í þessari aðstöðu sem ég er kominn í," sagði Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×