Enski boltinn

Santa Cruz missir af upphafi tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Santa Cruz í leik með Blackburn á síðustu leiktíð.
Santa Cruz í leik með Blackburn á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Roque Santa Cruz mun missa af upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú um helgina. Hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á hné.

Santa Cruz fór til Manchester City frá Blackburn nú í sumar fyrir sautján milljónir punda og hefur enn ekki spilað leik með sínu nýja félagi.

Mark Hughes, stjóri City, ætti þó ekki að örvænta enda á hann nóg af sóknarmönnum - til að mynda Emmanuel Adebayor, Robinho, Carlos Tevez og Craig Bellamy.

„Við vissum að Roque þyrfti tíma til að jafna sig þegar við sömdum við hann en okkur standa aðrir kostir til boða í sókninni," sagði Hughes á heimasíðu City. „Við viljum frekar að hann fái þann tíma sem hann þarf til að jafna sig frekar en hann snúi til baka ekki í sínu besta formi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×