Tindur Jónsson: „Ég sé eftir þessu núna“ Valur Grettisson skrifar 1. september 2009 12:22 Jónas Ingi Ragnarsson (t.v.) og Tindur Jónsson. Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. „Ég sé eftir þessu núna," sagði Tindur í Héraðsdómi Reykjaness og bætti við að hann hefði sennilega átt að spyrja meira um eðli framleiðslunnar. Var í efnafræðinámi Jónas Ingi og Tindur neita því að þeir hafi ætlað að framleiða amfetamín en lögreglan réðist inn í verksmiðjuna í október á síðasta ári. Hún var í húsnæði að Rauðhellu í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Þar fundust tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu auk átján kílóa af kannabisefnum og svo tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jónas neitaði í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa ætlað að framleiða amfetamínið. Þá sagði hann aðkomu Tinds takmarkaða að málinu. Tindur hafði lagt til efnafræðiþekkinguna en hann var þá í námi í efnafræði í Háskóla Íslands. Hittust á Kvíabryggju Jónas hitti Tind fyrst á Kvíabryggju en þar afplánaði Tindur fangelsisdóm vegna hrottalegrar morðtilraunar þegar hann hjó annan mann með sveðju í Garðabæ. Í héraðsdómi sagði Jónas að þeir hafi ætlað að búa til eldvarnaefni til að byrja með. En síðar kom upp sú hugmynd að framleiða efnið P-2-P og P-2-NP en efnin eru undirstaða amfetamínframleiðslu. 38 kíló af efninu P-2-NP fundust í húsnæðinu en sérfræðingar meta svo að það hefði verið hægt að framleiða allt að 350 kíló af amfetamíni með efninu. Fannst þetta spennandi Jónas Ingi neitar alfarið að hafa ætlað að framleiða amfetamínið heldur hafi hann ætlað að selja P-2-P á svörtum markaði. Þá hélt Jónas því einnig fram að hann hafi leigt aðilum út í bæ aðstöðuna í Rauðhellu og því tilheyra fíkninefnin sem fundust í húsnæðinu ekki honum, en hann játaði hinsvegar vörslu á þeim. Framburður Tinds rímaði við það sem Jónas sagði. Hann hélt því fram að hann hafi eingöngu átt að framleiða eldvarnaefnin og svo P-2-P auk P-2-NP. Spurður hvort hann hafi vitað hvort hægt hafi verið að nota efnin í amfetamín framleiðslu sagðist Tindur ekki hafa vitað til þess þá. Spurður hversvegna hann hafi tekið tilboði Jónasar um framleiðsluna sagði Tindur: „Mér fannst þetta spennandi auk þess sem hann bað mig um að hjálpa sér." Augljóslega fíkniefnaverksmiðja Efnafræðingurinn Már Másson, sem var kallaður til vitnis í aðalmeðferð í máli Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar vegna meintrar amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði, sagði að það hafi verið augljóst að þarna hafi átt að framleiða fíkniefni. Hann sagði að allt hefði verið á staðnum til framleiðslunnar utan tveggja efna. Annarsvegar búrsýru og svo vetnisgas. Hann sagði að hvorug efnanna væri ólögleg og tiltölulega einfalt að nálgast þau. Þessu hafnaði þó verjandi Tinds, Brynjar Níelsson, og spurði þá Má: „Eru þetta efni sem ég get keypt út í búð?" Már sagði það ekki svo einfalt en það væri vissulega hægt að komast yfir efnin tvö sem upp á vantaði vildu menn það á annað borð. Brynjar spurði þá Má: „Vissir þú að það er einfaldara að verða sér út um amfetamín heldur en þessi tvö efni?" Már sagðist ekki hafa neina sérstaka vitneskju um það. Fullkominn verksmiðja Þá benti Brynjar á skýrslu Europol um verksmiðjuna. Þar segir að sala á P-2-P á svörtum markaði sér afar algeng. Efnablandan sé undirstaða amfetamínframleiðslu og nokkuð auðvelt fyrir leikmann að framleiða amfetamínið þegar P-2-P efnið er tilbúið. Þess má geta að starfsmaður Europol, sem var sérfræðingur í fíkniefnaverksmiðjum og tók þátt í rannsókn málsins hér á landi, sagðist aldrei hafa séð jafn fullkomna fíkniefnaverksmiðju áður. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. „Ég sé eftir þessu núna," sagði Tindur í Héraðsdómi Reykjaness og bætti við að hann hefði sennilega átt að spyrja meira um eðli framleiðslunnar. Var í efnafræðinámi Jónas Ingi og Tindur neita því að þeir hafi ætlað að framleiða amfetamín en lögreglan réðist inn í verksmiðjuna í október á síðasta ári. Hún var í húsnæði að Rauðhellu í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Þar fundust tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu auk átján kílóa af kannabisefnum og svo tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jónas neitaði í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa ætlað að framleiða amfetamínið. Þá sagði hann aðkomu Tinds takmarkaða að málinu. Tindur hafði lagt til efnafræðiþekkinguna en hann var þá í námi í efnafræði í Háskóla Íslands. Hittust á Kvíabryggju Jónas hitti Tind fyrst á Kvíabryggju en þar afplánaði Tindur fangelsisdóm vegna hrottalegrar morðtilraunar þegar hann hjó annan mann með sveðju í Garðabæ. Í héraðsdómi sagði Jónas að þeir hafi ætlað að búa til eldvarnaefni til að byrja með. En síðar kom upp sú hugmynd að framleiða efnið P-2-P og P-2-NP en efnin eru undirstaða amfetamínframleiðslu. 38 kíló af efninu P-2-NP fundust í húsnæðinu en sérfræðingar meta svo að það hefði verið hægt að framleiða allt að 350 kíló af amfetamíni með efninu. Fannst þetta spennandi Jónas Ingi neitar alfarið að hafa ætlað að framleiða amfetamínið heldur hafi hann ætlað að selja P-2-P á svörtum markaði. Þá hélt Jónas því einnig fram að hann hafi leigt aðilum út í bæ aðstöðuna í Rauðhellu og því tilheyra fíkninefnin sem fundust í húsnæðinu ekki honum, en hann játaði hinsvegar vörslu á þeim. Framburður Tinds rímaði við það sem Jónas sagði. Hann hélt því fram að hann hafi eingöngu átt að framleiða eldvarnaefnin og svo P-2-P auk P-2-NP. Spurður hvort hann hafi vitað hvort hægt hafi verið að nota efnin í amfetamín framleiðslu sagðist Tindur ekki hafa vitað til þess þá. Spurður hversvegna hann hafi tekið tilboði Jónasar um framleiðsluna sagði Tindur: „Mér fannst þetta spennandi auk þess sem hann bað mig um að hjálpa sér." Augljóslega fíkniefnaverksmiðja Efnafræðingurinn Már Másson, sem var kallaður til vitnis í aðalmeðferð í máli Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar vegna meintrar amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði, sagði að það hafi verið augljóst að þarna hafi átt að framleiða fíkniefni. Hann sagði að allt hefði verið á staðnum til framleiðslunnar utan tveggja efna. Annarsvegar búrsýru og svo vetnisgas. Hann sagði að hvorug efnanna væri ólögleg og tiltölulega einfalt að nálgast þau. Þessu hafnaði þó verjandi Tinds, Brynjar Níelsson, og spurði þá Má: „Eru þetta efni sem ég get keypt út í búð?" Már sagði það ekki svo einfalt en það væri vissulega hægt að komast yfir efnin tvö sem upp á vantaði vildu menn það á annað borð. Brynjar spurði þá Má: „Vissir þú að það er einfaldara að verða sér út um amfetamín heldur en þessi tvö efni?" Már sagðist ekki hafa neina sérstaka vitneskju um það. Fullkominn verksmiðja Þá benti Brynjar á skýrslu Europol um verksmiðjuna. Þar segir að sala á P-2-P á svörtum markaði sér afar algeng. Efnablandan sé undirstaða amfetamínframleiðslu og nokkuð auðvelt fyrir leikmann að framleiða amfetamínið þegar P-2-P efnið er tilbúið. Þess má geta að starfsmaður Europol, sem var sérfræðingur í fíkniefnaverksmiðjum og tók þátt í rannsókn málsins hér á landi, sagðist aldrei hafa séð jafn fullkomna fíkniefnaverksmiðju áður.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira