Tindur Jónsson: „Ég sé eftir þessu núna“ Valur Grettisson skrifar 1. september 2009 12:22 Jónas Ingi Ragnarsson (t.v.) og Tindur Jónsson. Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. „Ég sé eftir þessu núna," sagði Tindur í Héraðsdómi Reykjaness og bætti við að hann hefði sennilega átt að spyrja meira um eðli framleiðslunnar. Var í efnafræðinámi Jónas Ingi og Tindur neita því að þeir hafi ætlað að framleiða amfetamín en lögreglan réðist inn í verksmiðjuna í október á síðasta ári. Hún var í húsnæði að Rauðhellu í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Þar fundust tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu auk átján kílóa af kannabisefnum og svo tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jónas neitaði í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa ætlað að framleiða amfetamínið. Þá sagði hann aðkomu Tinds takmarkaða að málinu. Tindur hafði lagt til efnafræðiþekkinguna en hann var þá í námi í efnafræði í Háskóla Íslands. Hittust á Kvíabryggju Jónas hitti Tind fyrst á Kvíabryggju en þar afplánaði Tindur fangelsisdóm vegna hrottalegrar morðtilraunar þegar hann hjó annan mann með sveðju í Garðabæ. Í héraðsdómi sagði Jónas að þeir hafi ætlað að búa til eldvarnaefni til að byrja með. En síðar kom upp sú hugmynd að framleiða efnið P-2-P og P-2-NP en efnin eru undirstaða amfetamínframleiðslu. 38 kíló af efninu P-2-NP fundust í húsnæðinu en sérfræðingar meta svo að það hefði verið hægt að framleiða allt að 350 kíló af amfetamíni með efninu. Fannst þetta spennandi Jónas Ingi neitar alfarið að hafa ætlað að framleiða amfetamínið heldur hafi hann ætlað að selja P-2-P á svörtum markaði. Þá hélt Jónas því einnig fram að hann hafi leigt aðilum út í bæ aðstöðuna í Rauðhellu og því tilheyra fíkninefnin sem fundust í húsnæðinu ekki honum, en hann játaði hinsvegar vörslu á þeim. Framburður Tinds rímaði við það sem Jónas sagði. Hann hélt því fram að hann hafi eingöngu átt að framleiða eldvarnaefnin og svo P-2-P auk P-2-NP. Spurður hvort hann hafi vitað hvort hægt hafi verið að nota efnin í amfetamín framleiðslu sagðist Tindur ekki hafa vitað til þess þá. Spurður hversvegna hann hafi tekið tilboði Jónasar um framleiðsluna sagði Tindur: „Mér fannst þetta spennandi auk þess sem hann bað mig um að hjálpa sér." Augljóslega fíkniefnaverksmiðja Efnafræðingurinn Már Másson, sem var kallaður til vitnis í aðalmeðferð í máli Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar vegna meintrar amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði, sagði að það hafi verið augljóst að þarna hafi átt að framleiða fíkniefni. Hann sagði að allt hefði verið á staðnum til framleiðslunnar utan tveggja efna. Annarsvegar búrsýru og svo vetnisgas. Hann sagði að hvorug efnanna væri ólögleg og tiltölulega einfalt að nálgast þau. Þessu hafnaði þó verjandi Tinds, Brynjar Níelsson, og spurði þá Má: „Eru þetta efni sem ég get keypt út í búð?" Már sagði það ekki svo einfalt en það væri vissulega hægt að komast yfir efnin tvö sem upp á vantaði vildu menn það á annað borð. Brynjar spurði þá Má: „Vissir þú að það er einfaldara að verða sér út um amfetamín heldur en þessi tvö efni?" Már sagðist ekki hafa neina sérstaka vitneskju um það. Fullkominn verksmiðja Þá benti Brynjar á skýrslu Europol um verksmiðjuna. Þar segir að sala á P-2-P á svörtum markaði sér afar algeng. Efnablandan sé undirstaða amfetamínframleiðslu og nokkuð auðvelt fyrir leikmann að framleiða amfetamínið þegar P-2-P efnið er tilbúið. Þess má geta að starfsmaður Europol, sem var sérfræðingur í fíkniefnaverksmiðjum og tók þátt í rannsókn málsins hér á landi, sagðist aldrei hafa séð jafn fullkomna fíkniefnaverksmiðju áður. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. „Ég sé eftir þessu núna," sagði Tindur í Héraðsdómi Reykjaness og bætti við að hann hefði sennilega átt að spyrja meira um eðli framleiðslunnar. Var í efnafræðinámi Jónas Ingi og Tindur neita því að þeir hafi ætlað að framleiða amfetamín en lögreglan réðist inn í verksmiðjuna í október á síðasta ári. Hún var í húsnæði að Rauðhellu í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Þar fundust tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu auk átján kílóa af kannabisefnum og svo tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jónas neitaði í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa ætlað að framleiða amfetamínið. Þá sagði hann aðkomu Tinds takmarkaða að málinu. Tindur hafði lagt til efnafræðiþekkinguna en hann var þá í námi í efnafræði í Háskóla Íslands. Hittust á Kvíabryggju Jónas hitti Tind fyrst á Kvíabryggju en þar afplánaði Tindur fangelsisdóm vegna hrottalegrar morðtilraunar þegar hann hjó annan mann með sveðju í Garðabæ. Í héraðsdómi sagði Jónas að þeir hafi ætlað að búa til eldvarnaefni til að byrja með. En síðar kom upp sú hugmynd að framleiða efnið P-2-P og P-2-NP en efnin eru undirstaða amfetamínframleiðslu. 38 kíló af efninu P-2-NP fundust í húsnæðinu en sérfræðingar meta svo að það hefði verið hægt að framleiða allt að 350 kíló af amfetamíni með efninu. Fannst þetta spennandi Jónas Ingi neitar alfarið að hafa ætlað að framleiða amfetamínið heldur hafi hann ætlað að selja P-2-P á svörtum markaði. Þá hélt Jónas því einnig fram að hann hafi leigt aðilum út í bæ aðstöðuna í Rauðhellu og því tilheyra fíkninefnin sem fundust í húsnæðinu ekki honum, en hann játaði hinsvegar vörslu á þeim. Framburður Tinds rímaði við það sem Jónas sagði. Hann hélt því fram að hann hafi eingöngu átt að framleiða eldvarnaefnin og svo P-2-P auk P-2-NP. Spurður hvort hann hafi vitað hvort hægt hafi verið að nota efnin í amfetamín framleiðslu sagðist Tindur ekki hafa vitað til þess þá. Spurður hversvegna hann hafi tekið tilboði Jónasar um framleiðsluna sagði Tindur: „Mér fannst þetta spennandi auk þess sem hann bað mig um að hjálpa sér." Augljóslega fíkniefnaverksmiðja Efnafræðingurinn Már Másson, sem var kallaður til vitnis í aðalmeðferð í máli Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar vegna meintrar amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði, sagði að það hafi verið augljóst að þarna hafi átt að framleiða fíkniefni. Hann sagði að allt hefði verið á staðnum til framleiðslunnar utan tveggja efna. Annarsvegar búrsýru og svo vetnisgas. Hann sagði að hvorug efnanna væri ólögleg og tiltölulega einfalt að nálgast þau. Þessu hafnaði þó verjandi Tinds, Brynjar Níelsson, og spurði þá Má: „Eru þetta efni sem ég get keypt út í búð?" Már sagði það ekki svo einfalt en það væri vissulega hægt að komast yfir efnin tvö sem upp á vantaði vildu menn það á annað borð. Brynjar spurði þá Má: „Vissir þú að það er einfaldara að verða sér út um amfetamín heldur en þessi tvö efni?" Már sagðist ekki hafa neina sérstaka vitneskju um það. Fullkominn verksmiðja Þá benti Brynjar á skýrslu Europol um verksmiðjuna. Þar segir að sala á P-2-P á svörtum markaði sér afar algeng. Efnablandan sé undirstaða amfetamínframleiðslu og nokkuð auðvelt fyrir leikmann að framleiða amfetamínið þegar P-2-P efnið er tilbúið. Þess má geta að starfsmaður Europol, sem var sérfræðingur í fíkniefnaverksmiðjum og tók þátt í rannsókn málsins hér á landi, sagðist aldrei hafa séð jafn fullkomna fíkniefnaverksmiðju áður.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira