Innlent

Skattahækkanir eru aðför að fólkinu í landinu

Sigurður Kári Kristjánsson segir að það komi ekki til greina að hækka eignaskatta.
Sigurður Kári Kristjánsson segir að það komi ekki til greina að hækka eignaskatta.
Það kemur ekki til greina að hækka skattana á fjölskyldurnar og fólkið í landinu ofan á himinaháa vexti, háa verðbólgu launalækknair og atvinnuleysi," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þær tillögur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að hækka eignaskatt.Sigurður Kári segir að við þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagslífinu yrðu skattahækkanir aðför að heimilunum. „Það kemur ekki til greina að Sjálfstæðisflokkurinn standi að slíku og alls ekki að hækkaður verði eignaskattur eins og þeir hafa lagt til. Það er hrein og klár aðför að eldra fólkinu sem mun verða fyrir þeirri skattahækkun," segir Sigurður Kári.Hann segir að sjálfstæðismenn hafi aflagt eignaskattinn sérstaklega með hagsmuni eldra fólks í huga. „Það kemur ekki til greina að vinstri menn komi þannig fram við eldra fólkið að ævisparnaður þeirra verði skattlagður," segir Sigurður Kári.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.