Lífið

Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló

Skólalíf skrifar
Frá troðfullum Marmaranum í Verzlunarskólanum.
Frá troðfullum Marmaranum í Verzlunarskólanum.
Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags.

Ræðukeppnin fer fram í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands og hefst klukkan 20:00. Ræðukeppnin er hápunktur kappdags skólanna, en fulltrúar skólanna tveggja keppa sín á milli í hinum ýmsu greinum í Hljómskálagarðinum fyrr um daginn.

Nokkur endurnýjun hefur átt sér stað í ræðuliðunum, en þau tefla bæði fram nýju fólki í bland við reynda ræðumenn. Verzlingar bundu enda á þriggja ára samfellda sigurgöngu MR-inga í fyrra í spennandi keppni um Fóstureyðingar og eru nemendur beggja skóla að sögn spenntir að sjá hvernig fer í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×