Enski boltinn

Dossena óskar eftir sölu frá Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dossena fagnar marki.
Dossena fagnar marki. Nordicphotos/GettyImages
Andrea Dossena hefur beðið um að vera seldur frá Liverpool og vill helst af öllu komast til Juventus. Dossena festi sig aldrei í sessi hjá Liverpool sem borgaði sjö milljónir punda fyrir ítalska landsliðsmanninn síðasta sumar.

Hann byrjaði aðeins tólf leiki og hefur óskað eftir sölu. „Áður en ég fór til Ítalíu í frí talaði ég við Benítez og útskýrði fyrir honum mín vandamál. Ég sagði honum að ég vildi fara. Hann er frábær maður og skildi mig," sagði Dossena.

„Hann sagði mér að ef félagið fær tilboð í mig sem er ásættanlegt geti ég farið. Ég myndi hlaupa til Juve. Það sýndi mér áhuga á síðasta ári en þá kom Liverpool til sögunnar og ég gekk frá því á klukkutíma," sagði Dossena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×