Enski boltinn

Ferguson gefur í skyn að Scholes verði boðinn nýr samningur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes. Nordic photos/AFP

Hinn 34 ára gamli Paul Scholes hefur verið að spila vel með Englandsmeisturum Manchester United í upphafi tímabilsins og knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson gaf sterklega í skyn að til standi að framlengja núverandi samning hans við félagið sem rennur út næsta sumar.

Scholes var áður búinn að tala um að hann myndi líklega leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil eftir að hafa verið mikið meiddur á tímabilinu þar á undan en gæti skipt um skoðun að mæti Ferguson.

„Ég hef ekki trú á því að þetta verið síðasta tímabil á ferlinum hjá Paul. Miðað við hvernig hann er að spila þá hef ég ekki trú á því. Það er hins vegar erfitt að segja hvað hann getur haldið áfram lengi en ég sé nú nýjan og ferskan Scholes. Hann mun þó ekki spila alla leiki og ef ég get notað hann í 25 leikjum þá yrði ég hæst ánægður," segir Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×