Enski boltinn

Capello: Landsliðsþjálfarastaðan enska verður mitt síðasta starf

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic photos/AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari enska landsliðsins, staðfestir í nýlegu viðtali við ítölsku útgáfuna á Marie Claire tímaritinu að hann hafi hugsað sér að setjast í helgann stein þegar hann hættir að þjálfa enska landsliðið.

Capello ítrekaði ennfremur að hann hafi engan áhuga á að þjálfa ítalska landsliðið.

„Landsliðsþjálfarastaðan enska verður mitt síðasta starf í boltanum. Myndi ég vilja þjálfa ítalska landsliðið? Nei, ég hef engan áhuga á því. Ítalía og England gætu mæst í úrslitaleik á lokakeppni HM og þá verð ég íklæddur ensku landsliðstreyjunni. Svo einfalt er það.

Fótboltinn er aftur á móti bara starf fyrir mig og þegar það klárast þá get ég einbeitt mér að fjölskyldu minni, heimilinu og ferðalögum," segir hinn 63 ára gamli Capello sem státar af ótrúlegri ferilsskrá þar sem hann hefur verið knattspyrnustjóri hjá stórliðunum Real Madrid, Juventus, Roma og AC Milan og náð árangri hvar sem hann stígur niður fæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×