Enski boltinn

West Ham og Stoke enn að tala saman út af Ashton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dean Ashton.
Dean Ashton. Nordic photos/Getty images

Sögusagnir herma í breskum fjölmiðlum að ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Stoke séu enn að tala saman út af fyrirhuguðum félagsskiptum framherjans Dean Ashton til Stoke.

Samkvæmt Daily Mail þá er hinn 25 ára gamli Ashton sagður vera viljugur að breyta um umhverfi en hann hefur verið mikið meiddur á tíma sínum með Lundúnafélaginu.

Fram til þessa hafa háar launakröfur leikmannsins þótt vera úr seilingarfjarlægð fyrir Stoke en það kann að vera að eitthvað sé að rofa til í þeim málum en Ashton er samningsbundinn West Ham til ársins 2013.

Ashton lék á sínum tíma með unglingaliði Stoke áður en hann flutti sig yfir til Crewe og síðar Norwich og West Ham. Hann á einn landsleik að baki með enska landsliðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×