Enski boltinn

Campbell vill stöðugleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth.
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / AFP

Líklegt er að Sol Campbell muni finna sér nýtt félag eftir að hann lýsti því yfir að hann væri ekki ánægður með atburði utan vallar hjá Portsmouth.

Yfirtaka á félaginu á enn eftir að ganga í gegn og því á enn eftir að ganga frá ráðningu nýs knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil.

Campbell er 34 ára gamall og samningur hans við Porsmouth rann út nú í sumar. Hann hefur helst verið orðaður við Aston Villa.

„Mér standa nokkrir möguleikar til boða en ég ætla að hlusta á fleiri tilboð. Ég vil taka rétta ákvörðun. Ég vil koma mér vel fyrir hjá einu félagi næstu 2-3 árin."

„Það virðist vera mikið að gerast á bak við tjöldin hjá Portsmouth og það getur vel verið að það leysist fljótlega. En hvað mig varðar sem leikmann skiptir það mestu máli að vera í réttu umhverfi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×