Enski boltinn

Fjárfestar að ganga frá kaupum á Portsmouth

Milljarðamæringurinn Sulaiman Al Fahim frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum er við það að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth.

Þetta hafa enskir fjölmiðlar eftir tímaritinu Arabian Business í Dubai.

Al Fahim fór fyrir Abu Dhabi United hópnum þegar hann tók yfir Manchester City í september á síðasta ári.

Alexandre Gaydamak, eigandi Portsmouth, hefur verið að leita að mögulegum kaupanda á félaginu að undanförnu, en hann vill ekki selja nema mögulegur kaupandi geti lofað að reisa félaginu nýjan heimavöll.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×